Athyglisbrestur á lokastigi

Gestur þáttarins er íslensk barnastjarna, vinur, fyrrum nágranni, leikari í sjónvarpsþáttunum Brot, MH-goðsögn og hingað til yngsti viðmælandi þáttarins. Enginn annar en fyndnasti og besti Grettir Valsson. Grettir er Grettir og þessi þáttur hét næstum Greiningarnar hans Grettis eða Grettir og Greiningarnar, því að við hreinlega gátum ekki hætt að sjúkdómsgreina hann. Við förum yfir allt það helsta, ástina, menntaskóla, Gillz, uppgang feminisma, OPRAH viðtalið (!!!!) og framtíðarhorfur Grettis. Þegar unga fólkið talar þá eigum við að hlusta. Þegar unga fólkið segist ætla í Trúðaskóla þá berum við virðingu fyrir því.

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.