Athyglisbrestur á lokastigi

Þær eru komnar aftur!
Lóa og Salka hafa neyðst til að liggja á skoðunum sínum svo mánuðum skiptir en nú eru þær loks mættar aftur í hljóðver, og þær hafa meira að segja en nokkru sinni. Salka tekur upp sinn fyrsta hlaðvarpsþátt án þess að bera barn undir belti, Lóa fylgist með fíkniefnasölu á Telegram og stelpurnar ræða muninn á að kynnast femínisma núna og þegar þær voru unglingar(það er rosa langt síðan). Rant vikunnar er svo auðvitað á sínum stað!

Stelpurnar íhuguðu að stofna OnlyFans en ákváðu að byrja á Patreon og sjá hvert það leiðir. Patreon linkur kemur upp í næstu viku!

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.