Hjallastefnan heima

Hvort ert þú norður, suður, austur eða vestur? Hvar liggja þínir styrkleikar? Í þættinum ræðir framkvæmdastýra Hjallastefnunnar, Þórdís Sigurðardóttir, um áttagreininguna svokallaða. Farið er yfir höfuðeinkenni hverrar áttar en þær hafa allar sínar sterku og jákvæðu eiginleika en líka skuggahliðar. Hugmyndafræði áttagreiningarinnar nýtist öllum, hvort sem það er í foreldrahlutverkinu, starfi, allri samvinnu og samskiptum 🙏

Þórdís ræðir einnig hvernig Hjallastefnan nýtir áttagreininguna í stjórnun og samskiptum starfsfólks en Hjallastefnan hlaut á dögunum viðurkenningu Viðskiptaráðs fyrir byltingu í stjórnun. Þessi þáttur er fyrir öll þau sem vilja nýta áttagreininguna í eigin lífi og blómstra í styrkleikunum sínum 💛 🌼

Hér má taka áttagreiningarprófið: http://www.leadrighttoday.com/uploads/9/4/1/6/9416169/personalitycompassandtests.pdf

What is Hjallastefnan heima?

Hjallastefnan heima er ætlað að vera stuðningur við barnafjölskyldur og gera fjölskyldulífið og uppeldið ánægjulegra. Við deilum lykilþáttum í hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem við vitum að virkar vel í öllum aðstæðum.

Í þáttunum er rætt við skólastýrur, kennara, foreldra og aðra góða gesti sem veita góð ráð sem nýtast heima fyrir.