Hjallastefnan heima

Höfundur Hjallastefnunnar, Margrét Pála Ólafsdóttir, er vinkona þáttarins. Magga Pála svarar spurningum hlustenda, hvernig sé hægt að komast fram hjá bannorðinu ekki, hugmyndir að kjarkæfingum og svo margt fleira í þessum stútfulla þætti.

Hjallastefnan mætti mikilli mótstöðu þegar hún var stofnuð fyrir 31 ári síðan: kynjaskipting, opinn efniviður, náttúrulegt útisvæði og ólíkar kennsluaðferðir fyrir drengi og stúlkur. Magga Pála segir okkur frá upphafinu og hvernig hún öðlaðist kjarkinn í að feta nýja leið í skóla- og uppeldismálum.

Síðan þá hefur Hjallastefnan náð mælanlegum árangri og ræðum við sérstaklega drengi innan skólakerfisins. Hvernig þarf að nálgast þá með nýjum hætti til að snúa við þróuninni þegar kemur að lestri og brottfalli drengja úr skóla.

What is Hjallastefnan heima?

Hjallastefnan heima er ætlað að vera stuðningur við barnafjölskyldur og gera fjölskyldulífið og uppeldið ánægjulegra. Við deilum lykilþáttum í hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem við vitum að virkar vel í öllum aðstæðum.

Í þáttunum er rætt við skólastýrur, kennara, foreldra og aðra góða gesti sem veita góð ráð sem nýtast heima fyrir.