Athyglisbrestur á lokastigi

Stelpurnar ræða StÓrU mÁLiN í þessum þætti: Kosningar 2021 nálgast hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hér kemur þekking stelpnanna á sviðslistum sterk inn enda eru þær sammála um að kosningabarátta er ekki annað er leikrit og að formenn flokkanna myndu sóma sér betur á leiksviði en í pólitík(Nema Glúmur, hann ætti kannski bara að halda sig heima).
Skiptir stefnuskrá flokks meira máli en að fólkið í flokknum séu góðar og ábyrgar manneskjur? Er vinstrið enn og aftur í ruglinu? Ætti Sölku að vera eitthvað annað en drull um kosningaloforð Samfylkingarinnar um fullar barnabætur? Eru Miðflokkurinn, Flokkur Fólks og Sósíalistaflokkurinn same flokkur different take? Er knésetning kapítalismans bara fjarlægur og barnalegur draumur? Ættu stelpurnar kannski bara að segja fokkitt og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Eða er kannski bara málið að sleppa því að kjósa eins og elsku Lóan okkar tradpilled femcel er að pæla í?
Einnig á dagskrá er nýjasta plata Kanye West: Donda. Lóa ræðir plötuna af sömu ástríðu og Salka talaði um Love Island um daginn og stelpurnar velta fyrir sér hvert hlutverk listamannsins sé í nútímasamfélagi, hvaða þýðingu stuðandi gjörningar West hafa á umræðuna og hvaða hópur það sé sem vilji hvað mest sjá þennan umdeilda en risastóra listamann stíga feilspor.

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.