Subscribe
Share
Share
Embed
Í þessum þætti af Já OK! setjast Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto í fljúgandi baðker og fjalla um eitthvað sem margir muna vel eftir. Fyrir mörgum gerði þetta jólin og jafnvel er þetta byrjunin á framhaldsþáttafíkn Íslendinga. Mun Blámi komast aftur heim til plánetunnar sinnar? Finna þeir Völund? Mun Lovísa fá fluguppfinninguna í jólagjöf? Hvar eru Pú og Pa?
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?