Subscribe
Share
Share
Embed
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason, Vilhelm Neto og Hanna Ágústa um engan annan en hina víðsfrægu Guðrúnu Á. Símonar. Þessi þáttur er fyrri partur af tveim þáttum, enda mikið hægt að tala um hana Guðrúnu. Og svo ekki má gleyma vinkonu hennar Þuríði Pálsdóttur, en þær tvær fóru með ljúfa söngtexta, eins og “Mjá mjá mjá mjááááá“.
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?