Athyglisbrestur á lokastigi

{{ show.title }}Trailer Bonus Episode {{ selectedEpisode.number }}
{{ selectedEpisode.title }}
|
{{ selectedEpisode.title }}
By {{ selectedEpisode.author }}
Broadcast by

Hæjjjjjjj. Í þessum langa og góða þætti mæla Salka og Lóa með bókum sem þær ætla að lesa í sumarfríinu sínu. Bækurnar sem við tölum um í þættinum eru Capitalist Realism eftir Mark Fisher, Conflict is not abuse eftir Söruh Schulman og Communion eftir bell hooks. Stelpurnar ræða pælingar í sambandi við samskipti, sambönd og ofbeldi. Metoo, konur sem fórnarlömb og eðlileg viðbrögð við því að vera sakaður um ofbeldi. Lóa vill taka fram að hún varð mjög steikt í þessum þætti og átti erfitt með að útskýra það sem hún var að hugsa og hún vildi klippa þáttinn en ákvað að gera það ekki heldur leyfa ykkur frekar að heyra hálfbakaða pælingu og vona að þið skiljið eitthvað hvað hún er að fara. Við erum farnar í tveggja vikna sumarfrí og við munum sakna ykkar. Living.
Eigið gott frí og látið okkur vita ef þið tékkið á þessum bókum.

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.