Athyglisbrestur á lokastigi

Kristín Ólafsdóttir er annar viðmælandi í Athyglisbrestur á lokastigi. Kristín er blaðamaður á Vísi, býr í Vesturbænum og er með BA-gráðu í íslensku, elskar Britney og skilur ekki hvernig Doug í King of Queens er nógu góður fyrir Carrie. Við skildum ekki hvað Britney var að syngja um í „Oops I did it again“ sem var MÓMENTIÐ SEM BREYTTI ÖLLU fyrir stínu. Og LIZZO, við tölum um LIZZO.

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.