Athyglisbrestur á lokastigi

FYRIRVARI: Þegar við tókum upp þennan þátt vorum við vísvitandi að reyna að skauta fram hjá umræðuefni sem varð síðan ekki hægt að skauta fram hjá þegar #metoo bylgja hófst í kjölfar ásakana á hendur Sölva Tryggva. Við ákváðum að ræða það sem minnst í þættinum því að á þeim tímapunkti var ekkert skýrara komið fram. Bara hlaðvarpið hans þar sem hann neitar öllu. Leikþátturinn. Við viljum ítreka að við stöndum með þolendum ofbeldis, við trúum þeim alltaf. Við skautuðum ekki fram hjá umræðuefninu af meðvirkni með Sölva Tryggvasyni heldur vegna þess að við höfðum ekkert að ræða. Við elskum ykkur öll og viljum búa til samfélag þar sem þolendum er trúað og ofbeldi útrýmt.

Gestur: Hjalti Vigfússon. Umræðuefni: allt nema það sem allir eru að tala um.

Show Notes

JÆJA. Lóa Janssen er komin með bólusetningu og Salka fór (ekki viljandi) á fyrirlestur hjá Begga Ólafs um daginn svo það mætti segja að þær báðar séu betri manneskjur í dag en í gær. 

Þar sem það er eins og allir vita EKKERT í gangi í samfélaginu sem þarf að ræða fengu stelpurnar til sín í þáttinn góðan fastagest Athyglisbrestsins, HJALTA VIGFÚSSON, sem jafnframt er lögfræðingur stelpnanna.

Kaotísk orka í þætti vikunnar og krakkarnir ræða hvort Athyglisbrestur á lokastigi sé kristilegt podcast, hvort það sé þess virði að vera í langtímasambandi og stærsta sakamál í sjávarútvegi sem upp hefur komið í Danmörku(Salka horfði á kvöldfréttir á RÚV í gær). 

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.