Lélega Fantasy Podcastið

Strákarnir bjóða í heimsókn. Þeir fá leikarann og Fantasy þjálfarann Hákon Jóhannesson í stúdíóið. Hákon er hefur spilað Fantasy í nokkur ár og lítur á sig sem áhættusækinn spilara. Hann er einmitt að nota Wildcardið sitt eða endurstokkunarspilið eins og Lélega fantasy podcastið kallar það. Strákarnir gefa Hákoni misléleg ráð og svara spurningum hlustenda. Einnig kynna þeir verðlaun sem hlustendur geta sótt sér ef þeir eru stigahæstir í Lélegu fantasy deildinni hverja umferð. Spennan heldur áfram í Lélega Fantasy podcastinu.

Fylgdu okkur á Instagram (@lelegafantasy) og taktu þátt í Fantasy-deild Lélega Fantasy podcastsins! Kóðinn er: 7gade1

What is Lélega Fantasy Podcastið?

Þrír vinir hafa gríðarlega ástríðu fyrir Fantasy Premier League en eru samt ekkert sérstaklega góðir í leiknum. Þeir láta þó ekki vankunnáttu stoppa sig og bjóða þér að hlusta á léleg ráð og lélegar pælingar um FPL í hverri viku.

Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson og Pálmi Freyr Hauksson eru spunaleikarar sem hafa kennt og sýnt spuna með Improv Ísland frá upphafi. Þeir eru einnig höfundar og leikarar í sketsahópnum Kanarí.

Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við Útvarp 101.