Athyglisbrestur á lokastigi

cw: umræða um kynferðisofbeldi // Stelpurnar eru með spennandi tilkynningu, þær eru farnar að selja merch, það er komið nýtt intro lag og í þessum þætti fá þær GEGGJAÐAN GEST. Þær ræða við legendary fjölmiðlakonu, Þóru Tómasdóttur, sem tókst á seinustu stundu að redda þeim podcast upptökuherbergi í Advania. Spekingarnir þrír, Salka, Lóa og Þóra ræddu um norrænt gæða sjónvarpsefni, Reese Witherspoon, konur sem þátttakendur í ofbeldismenningu og #MeToo sem þema í sjónvarpsþáttum. Þær velta steinum, þær tala um Rúv, The Morning Show, kapítalíska óhamingju, skandinavíska lífstílinn, þránna eftir frelsi og svo margt fleira. Ráðgátur lífsins eru ekki endilega leystar í þessum þætti en þær gera heiðarlega tilraun til þess. https://www.patreon.com/athyglisbrestur

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.