Tala saman

Í þessum mánudagsþætti af Tala saman spjalla Jói og Lóa við Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur um jólagjöfina í ár. Þau ræða um nýja wave-ið sem í þessari viku, rétt eins og seinustu snýr að samfélagsmiðlum. Jólahefðir, Instagram, auglýsingar og ljóðin sem ungir sjálfstæðismenn birta á Twitter eru einnig til umræðu. Oddur Þórða, góðvinur þáttarins, ræðir síðan við Lóu og Jóa um úrslit Bresku þingkosninganna. Afhverju gekk Corbyn svona illa? Afhverju vilja bretar Brexit? Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa dvalist í Bretlandi og fengið smá innsýn inn í lífið þar.

What is Tala saman?

Tala Saman - Alla virka daga frá fjögur til sex á Útvarp 101.