Subscribe
Share
Share
Embed
Fjölnir og Villi, fara upp á bát á Akureyri, þaðan til Kaupmannahafnar, stoppa kannski í bjór á Nörre Bodega, fara þaðan til Hollands, kíkja kannski til Amsterdams, þaðan til Malaga og kaupa karton af sígarettum til að stinga pokanum í, og þaðan til Brasilíu. Það vill svo heppilega til að Villi talar portúgölsku og getur þýtt fyrir Fjölni, en ekki var Kristján Ísfeld svo heppinn að eiga einhvern eins og Villa, þetta er, Íslendingurinn í Ríó.
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?