Já OK

Nú skulum við skella okkur í diskógallann og túpera á okkur hárið. Grísirnir tveir Villi og Fjölnir hafa verið duglegir að fara í ljós þrisvar í viku og mæta reglulega í líkamsrækt. Nú ætla þeir ásamt ykkur kæru hlustendur að kíkja til Hollywood. Við skulum ekki gleyma mynd af bílnum í vasanum. Já! Það er sko enginn grís að þið skuluð hafa grísað á þennan þátt þar sem Grease ræður ríkjum og blikkandi dansgolf.

What is Já OK?

Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?