Tala saman

1. Viðtal við Halldór Loga og Kristján Helga sem bæði æfa og þjálfa brasilískt jiu-jitsu í Mjölni. Þeir félagar eru á leið út til Bretlands að keppa á þriðja stærsta glímumóti Evrópu. Við ræddum við þá um mótið, andstæðingana og spjölluðum almennt um hvað það er sem gerir glímu að svona skemmtilegri íþrótt.
-
2. Vandamálið: Sandra Barilli. Tala saman berst oft vandamál inn um pósthólfið (loa@101.live ef þú vilt senda) og höfum við fengið fólk úr samfélaginu til að aðstoða okkur við að leysa þessi vandamál af bestu getu. Í þættinum voru vandamálin tvenn, annað snerist að manneksju sem er mjög hógvær og skortir sjálfstraust og hitt að aðlia sem er skotinn í eldri systur kærustu sinnar. Sandra kom með skrautlegar lausnir á þessum vandamálum.
-
3. Viðtal og spjall við Pétur Martein. Pétur Marteinn er virkur á twitter og kemur oft með sínar pælingar og skoðanir á borðið á þeim miðli. Í dag velti hann því fyrir sér hvort það mætti hjóla fullur og hvort það mætti þá rafhjóla fullur líka. Niðurstöðurnar voru óvæntar en Pétur kom með lögin útprentuð til okkar í stúdíóið enda lögfræðingur að mennt.

What is Tala saman?

Tala Saman - Alla virka daga frá fjögur til sex á Útvarp 101.