Já OK

Moskusuxar voru einu sinni heitasta dæmið á Íslandi, allir vildu moskusuxa frá Grænlandi. Kannski ekki allir en þónokkrir, alveg nógu margir til að þingið þyrfti að ræða það mál í þaular og að lokum gefa undir.
Af hverju er sauðnautin ekki til á Íslandi nú til dags? Vildi hún ekki vera hér? Var leigan of há? Þekkti hún of fáa og átti erfitt með að læra tungumálið? Var það kannski útaf því Islendingar drápu svona mikið af foreldrum þeirra? Við skulum upplýsa ykkur!

What is Já OK?

Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?