Athyglisbrestur á lokastigi

Rassamyndir á Tene, að lenda í því að það sé hrækt framan í mann (sérstaklega ef manneskja með fjölþættan fíknivanda á í hlut) og að vera ein af fyrstu manneskjum á Íslandi með Pod. Þetta eru þau mál sem voru efst á baugi í þessum nýja þætti af Athyglisbresti á Lokastigi. Saga Garðars er svo fyndin og skemmtileg að þetta er must listen og share with friends kind of episode. Saga Garðarsdóttir er ekki bara geggjuð leikkona og grínisti heldur er hún líka podcast frumkvöðull á Íslandi, en hún stýrði þættinum Ástin og leigumarkaðurinn ásamt vinkonu sinni Uglu Egils.

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.