Athyglisbrestur á lokastigi

Salka og Lóa benda á augljósa mismunun sem á sér stað í kringum jólin sem fáir þora að ræða. Genaminnið er farið að kicka inn sem þýðir bara eitt: Stanslaus jólakvíði og órökréttar ákvarðanir. Athyglisbresturinn fer með þær á áður ókannaðar slóðir: Sambönd og meðvirkni! Eitthvað sem hefur aldrei verið áður rætt. Skáld og karlkyns skáld, sérstaklega fá að heyra það, íslensk poppstjarna fær á baukinn og stelpurnar gremjubonda yfir því að hafa aldrei verið músur listamanna. Þú getur gerst styrktaraðili þáttanna á https://www.patreon.com/athyglisbrestur.

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.