Já OK

Hver hefur lent í því að vera komin í góða íbúð eftir langa leit, allt virðist vera að ganga upp í lífinu en svo allt í einu færðu kvörtun frá nágrana "engin læti eftir kl18!" og þú fattar "ónei, ég á erfiða nágrana". Jú margir íslendingar. En leiðindin ganga þó stundum í báðar áttir og enda jafnvel með ofbeldi og dómstólum. Og já talandi um það þá fór Fjölnir smá að tala um eitthvað svona lögmanna dæmi í lok þáttarins og hann skildi ekki neitt sjálfur! Þannig já...verum góð við Fjölni <3

What is Já OK?

Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?