Subscribe
Share
Share
Embed
Já OK óskar hlustendum gleðilegs nýs árs og þakka innilega fyrir það liðna. En af hverju höldum við samt áramót um vetur en ekki um sumarið? Af hverju eru áramótabrennur? Hvað varð um áttunda í jólum? Í þessum þætti fara Villi og Fjölnir langt til baka í tíma í leit að svörum við þessum spurningum. Bíddu bíddu bíddu...hvað eru flugeldafarþegar?
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?