Subscribe
Share
Share
Embed
Hallærisplanið. Þar sem auralausir unglingar komu til að hanga. Ekki bara nokkrir heldur mörg þúsund! Hverja helgi var þetta eins og menningarnótt. Í dag þekkist þetta torg ekki fyrir hallæri heldur góða skyndibita, hjólabretta iðkendur og skautasvell á jólunum.
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?