Gestur Kristjáns Arnar í skákþættinum í dag er Hörður Jónasson, forseti Vinaskákfélagsins en Vinaskákfélagið hlúir að skáklífinu í Vin jafnframt því að efna til viðburða í þágu fólks með geðraskanir í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagsamtök og einstaklinga. Í síðari hluta þáttarins spjalla þeir einnig símleiðis við Róbert Lagerman gjaldkera Vinaskákfélagsins og fyrrverandi forseta þess en hann er nýkominn heim úr enn einni skákferðinni til Grænlands. Í þættinum segir Hörður frá hvernig hann kynntist skákinni fyrst, hvernig hann hóf að vinna fyrir Vinaskákfélagið, var kosinn í stjórn þess og tók loks við embætti forseta félagsins árið 2022. Hörður fór yfir tilgang, stefnu og markmið Vinaskákfélagsins og segir það öðruvísi en flest önnur skákfélög. Hann talaði um alþjóðlega geðheilbrigðismótið, jólaskákmótið á Kleppi, heimsóknir í athvörf og búsetukjarna til að gefa skáksett og klukkur, Hrafn Jökulsson og fleira gott fólk sem kom að stofnun Vinaskákfélagsins árið 2003 og hefur starfaði og keppt fyrir félagið.