Jóhanna Dagbjartsdóttir er sálfræðingur á
Taktu Skrefið. Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði sem aðstoða ungmenni og fullorðna. Við ræðum algengar mýtur, hvernig þau vinna með fólki sem hefur áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun og einnig einstaklinga með barnagirnd eða sem eru gerendur kynferðislegs ofbeldis.
Hér má finna fræðsluefni sem hún vísar í,
Stop It Now.