Athyglisbrestur á lokastigi

Áramótaþáttur Athyglisbrests er eini þátturinn sem þið þurfið að hlusta á þessi áramót. Þátturinn er fullkomin, kaotísk yfirferð á öllu því góða og slæma sem þetta ár færði okkur. Lóa og Salka fá til sín O.G gest þáttarins, hann var með þeim í allra fyrsta þættinum af Athyglisbresti, Hjalta Vigfússon. Í sameiningu fara þau yfir hæðir og lægðir ruglaðasta ársins: Fræga fólkið söng Imagine til að losna við Covid, Söngvakeppnin sem var haldin rétt áður en samkomutakmarkanir skullu á, Mentor kom út, Salka gerði sitt fyrsta tattú, Hjalti ákvað að verða sjálfstæður í Plex-málum, það var hrækt á Lóu á Hlemmi - og það er bara toppurinn á ísjakanum.

What is Athyglisbrestur á lokastigi?

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.