Aldís Þorbjörg sálfræðingur og kynlífsráðgjafi kom og ræddi við mig um allt sem viðkemur kynlífsráðgjöf. Hvenær fer maður, hvað gerist og hver eru algengustu ástæður að fólk fer til kynlífsráðgjafa. Þá köfuðum við aðeins ofan í ósamræmi í kynlöngun, en það er einmitt ein helsta ástæða þess að fólk leitar sér aðstoðar! Hvað er það, hvenær ætti fólk að leita sér aðstoðar fagaðila og hún gaf nokkur góð ráð til að byrja samtalið og tækla málið! Hægt er að kynna sér Aldísi Þorbjörgu og kynlífsráðgjöf á heimasíðunni hennar
Kynlifsradgjof.is