Frelsi og fullveldi

Upptaka/Hlaðvarp: Málfundafélagið Frelsi og fullveldi boðaði til opins umræðufundar í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju mánudagskvöldið 16. september 2024 en þetta var tíundi opni fundur félagsins frá stofnun þess vorið 2023. Fundarefnið var Staða Íslands innan ESS og bókun 35. Framsögumenn voru þeir Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál og Bjarni Jónsson alþingismaður. 

Báðir hafa þeir nýleg skrifað athyglisverðar greinar í Morgunblaðið og á vefmiðilinn Vísi.

Grein Hjartar heitir "Milljarðatugir Jóns Baldvins" https://www.visir.is/.../milljarda-tugir-jons-bald-vins...

Grein Bjarna heitir "Íslendingar áfram sjálfstæð þjóð?" og birtist í Morgunblaðinu 13. september s.l. Þar fjallar Bjarni um viðnám hans gegn bókun 35. https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/...

Fundarstjóri var sr. Halldór Gunnarsson.

Til upplýsingar: Eftir að spilarinn hefur verið settur í gang er nóg að ýta á tímalínu viðkomandi hér að neðan og þá hrekkur spilarinn þangað. Einnig má byrja á að velja tímalínu þess sem talar og ýta síðan á spilarann.

Tímalínur ræðumanna:

0:00:00  Ólafur Ísleifsson, formaður framkvæmdanefndar
0:01:10    Halldór Gunnarsson, fundarstjóri
0:02:40  Hjörtur J. Guðmundsson, framsögumaður
0:27:10   Bjarni Jónsson, framsögumaður
0:50:37  Ólafur Ísleifsson
1:04:03  Sigurður Þórðarson
1:12:41    Birgir Steingrímsson
1:16:48   Halldór Sigurþórsson
1:19:16    Haraldur Ólafsson
1:22:10   Halldór Gunnarsson
1:27:00   Kristinn Sigurjónsson
1:28:40   Bergþór Ólason
1:33:30   Bjarni Jónsson, framsögumaður
1:40:10    Hjörtur J. Guðmundsson, framsögumaður
1:48:20    Bryndís Geirsdóttir
1:51:06    Inga Guðrún Halldórsdóttir
1:53:55   Ólafur Ísleifsson, formaður framkvæmdanefndar

What is Frelsi og fullveldi?

HVAÐ ER FRELSI OG FULLVELDI?

Málfundafélagið Frelsi og fullveldi var stofnað 30. mars 2023 til að standa vörð um frelsi einstaklingsins, fullveldi þjóðarinnar og óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til lands og sjávar.

Heimilin og fyrirtækin eru hornsteinar samfélagsins. Heimilin eru friðheilagur griðastaður fjölskyldunnar. Fólki er frjálst að stofna og reka atvinnufyrirtæki sem keppa hvert við annað um að veita sem besta þjónustu. Við viljum standa vörð um atvinnustarfsemina í landinu og þar á meðal okkar grundvallaratvinnuvegi til lands og sjávar.

Félagið leggur höfuðáherslu á að skólar og sjúkrastofnanir séu fyrsta flokks. Engin þjóð sem er annt um fullveldi sitt lætur landamæri sín standa opin. Við viljum hafa fulla stjórn á landamærum okkar og láta af þeirri gengdarlausu fjársóun sem fylgt hefur þessum málaflokki.

Ísland er lýðræðisríki og réttarríki með áherslu á mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir lífinu. Ísland er menningarríki og velferðarríki sem stendur vörð um hag þeirra sem standa höllum fæti. Ísland á í góðum samskiptum við umheiminn og við stöndum fast að baki því að eiga í góðu alþjóðlegu samstarfi með áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og norræna samvinnu auk samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem tryggir frjáls viðskipti við Evrópuríkin.

Við stjórn efnahagsmála leggur Frelsi og fullveldi áherslu á ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, takmörkuð umsvif hins opinbera og lækkun skatta og álaga.

Þetta eru höfuðatriðin í stefnu félagsins.