Subscribe
Share
Share
Embed
Fjölnir og Villi fara ásamt þrem nafnlausum vinum og banka uppá hjá einhverjum gaur, sem er vonandi til í að vera kóngur Íslands. Hljómar það galið? Það væri ekki í fyrsta skiptið sem það væri að gerast allavega, það vitum við, en hverjir tóku upp á því? Það vitum við ekki, eða hvað? Erum svona 70% viss allavega... eða kannski bara 35% viss... Kóngurinn sem aldrei varð.
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?